Romelu Lukaku reyndist hetja Inter Mílanó þegar liðið tók á móti Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Ítalíu í kvöld.
Leikmenn Porto léku einum manni færri síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Otávio fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Inter tókst að nýta sér liðsmuninn því Lukaku skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu og lokatölurnar á Ítalíu voru 1:0, Inter í vil.
Síðari leikur liðanna fer fram í Portúgal eftir þrjár vikur og leiðir Inter 1:0 í einvíginu.