Niðurlæging og versta Evrópukvöldið á Anfield

Leikmenn Real Madrid fagna marki í gærkvöldi.
Leikmenn Real Madrid fagna marki í gærkvöldi. AFP/Paul Ellis

Enska liðið Liverpool fékk 2:5-skell á heimavelli gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.

Bresk dagblöð létu sitt ekki eftir liggja í krassandi fyrirsögnum á forsíðum í dag.

Dagblaðið Mirror fjallar um leikinn í dag og segir blaðamaður miðilsins að kvöldið hafi verið versta Evrópukvöldið á Anfield til þessa.

Liverpool komst í 2:0 snemma leiks, en Real svaraði með fimm mörkum og vann að lokum sannfærandi sigur.

The Times fjallar um að Liverpool hafi algjörlega gefist upp og Daily Express segir einfaldlega að valtað hafi verið yfir Liverpool. Þá lætur Daily Mail eitt orð duga í sinni forsíðufyrirsögn: Niðurlæging.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert