John Motson, einn ástsælasti knattspyrnulýsandi sögunnar, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lýsti á sínum tíma meira en 2.000 knattspyrnuleikjum fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC.
Motson lýsti úrslitaleik enska bikarsins 29 sinnum, lýsti á tíu heimsmeistaramótum og tíu Evrópumótum.
Hann lýsti síðast í ensku úrvalsdeildinni árið 2018, en kveðjuleikurinn var leikur West Brom og Crystal Palace.
Þá mátti heyra rödd Motsons í tölvuleikjunum vinsælu FIFA.