Stórsigur Real Madrid á Liverpool í Meistaradeildinni í fótbolta á þriðjudagskvöldið, 5:2, var að vissu leyti dýrkeyptur fyrir Evrópumeistarana.
Tveir öflugir leikmenn liðsins fóru meiddir af velli, David Alaba eftir 27 mínútna leik og Rodrygo seint í leiknum. Alaba glímir við meiðsli í læri og Rodrygo við tognun og samkvæmt upplýsingum frá Real Madrid í dag er óvissa með þá báða, hve lengi þeir verði frá keppni.
Þeir verða í það minnsta ekki með á laugardaginn þegar nágrannarnir í Atlético Madrid koma í heimsókn á Santiago Bérnabeu-leikvanginn í spænsku 1. deildinni.