Roma tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu í kvöld með sigri gegn Red Bull Salzburg á Ítalíu.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Roma en það voru þeir Paulo Dybala og Andrea Belotti sem skoruðu mörk Rómverja sem unnu einvígið samanlagt 2:1.
Þá skoruðu þeir Robin Knoche, Josip Juranovic og Danilho Doekhi mörk Union Berlín þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Ajax í Þýskalandi en Union Berlín vann einvígið 3:1.
Shakhtar Donetsk er einnig komið áfram í 16-liða úrslitin eftir dramatískan sigur gegn Rennes í Frakklandi eftir vítaspyrnukeppni.
Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1:0, Rennes í vil og því var gripið til framlengingar en Ibrahim Salah kom Rennes í 2:0 áður en Jeanuel Belocian varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem úkraínska liðið hafði betur, 5:4.