Á skotskónum í Hollandi

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði.
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Varalið Ajax mátti þola tap á útivelli, 1:2, gegn Willem II í B-deild hollenska fótboltans í kvöld.

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax, lék allan leikinn og skoraði mark liðsins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Markið var það sjötta sem Kristian skorar á leiktíðinni. Ajax er í 16. sæti með 28 stig eftir 26 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert