SönderjyskE vann öruggan sigur á Fredericia á heimavelli í dönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld, 4:0.
Atli Barkarson lék allan leikinn með SönderjyskE og lagði upp annað markið á 16. mínútu.
Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar lagði hann upp þriðja mark SönderjyskE.
Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig eftir 19 leiki og í baráttunni um að fara upp í efstu deild.