Sá rautt eftir rúman hálftíma

Hjörtur Hermannsson fékk að líta rauða spjaldið.
Hjörtur Hermannsson fékk að líta rauða spjaldið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pisa vann 2:1-heimasigur á Perugia í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld

Þrátt fyrir sigurinn átti Hjörtur Hermannsson afleitan dag fyrir Pisa, því hann fékk beint rautt spjald á 31. mínútu í stöðunni 0:0.

Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Pisa að knýja fram sigurinn. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 38 stig eftir 26 leiki og í hörðum slag um sæti í A-deildinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert