„Stórkostlegt kvöld!“

Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, og Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, …
Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, og Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á hliðarlínunni á Old Trafford í gær. AFP/Oli Scarff

„Þú þarft góða stefnu til að byggja upp trú en þú þarft einnig úrslit til að styrkja hana,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir frábæran heimasigur á Barcelona á Old Trafford í gær.

United vann leikinn 2:1 en um var að ræða seinni leik liðanna í tveggja leikja viðureign um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Þegar þú berð sigurorð á Barcelona, einu besta liði Evrópu, vex trú þín á verkefninu og þér finnst þú geta sigrað hvaða andstæðing sem er.

Við erum nógu góðir til að vinna sterka andstæðinga. Við getum unnið City. Við getum unnið Arsenal. Við getum unnið Liverpool. Ef við fylgjum okkar stefnu getum við áorkað miklu.

Þetta var stórkostlegt kvöld. Þetta var stórkostleg frammistaða og við munum taka hana með okkur inn í það sem eftir er af tímabilinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert