Dortmund upp í toppsætið

Leikmenn Dortmund fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Dortmund fagna sigurmarkinu. AFP/Daniel Roland

Dortmund er komið upp í toppsæti þýsku 1. deildarinnar eftir 1:0-útisigur á Hoffenheim í dag.

Julian Brandt sá um að gera sigurmarkið á 43. mínútu, eftir undirbúning hjá Marco Reus.  

Með sigrinum fór Dortmund upp í 46 stig og er liðið með þriggja stiga forskot á Union Berlin og Bayern München, sem mætast á morgun í stórleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert