Real Madrid þurfti að sætta sig við 1:1-jafntefli á heimavelli gegn grönnunum í Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Markalaust var eftir fyrri hálfleik, en það dró til tíðinda á 64. mínútu þegar Ángel Correa fékk beint rautt spjald hjá Atlético.
Þrátt fyrir það kom José Giménez Atlético yfir á 78. mínútu. Álvaro Rodríguez jafnaði sjö mínútum síðar og urðu mörkin ekki fleiri, þrátt fyrir stórsókn Real.
Real er í öðru sæti með 52 stig, sjö stigum á eftir Barcelona. Atlético er í fjórða með 42 stig.