Landsliðsmaðurinn skoraði í uppbótartíma

Albert Guðmundsson skoraði.
Albert Guðmundsson skoraði. Ljósmynd/Robert Spasovski

Genoa hafði betur gegn SPAL, 3:0, í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Genoa og skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma, en tvö mörk litu dagsins ljós hjá liðinu í löngum uppbótartíma.

Genoa er í öðru sæti deildarinnar með 46 stig og í hörðum slag um sæti í efstu deild, en liðið féll úr deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Markið var það fimmta sem Albert skorar í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert