Annað tap Barcelona kom gegn nýliðum

Varnarmaðurinn Ronald Araujo og markvörðurinn Marc Andre ter Stegen svekktir …
Varnarmaðurinn Ronald Araujo og markvörðurinn Marc Andre ter Stegen svekktir í dag. AFP/Jorge Guerrero

Almería vann frækinn heimasigur á toppliði Barcelona, 1:0, í spænsku 1. deild karla í fótbolta í dag. 

Sigurmark Almería skoraði Malímaðurinn El Bilal Touré á 24. mínútu. 

Það eru þónokkur meiðsli í leikmannahópi Barcelona en lykilmennirnir Pedri og Ousmane Dembélé voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og ásamt því þurfti Xavi að gera þrjár varnarbreytingar. 

Þetta er aðeins annað tap Barcelona í deildinni á tímabilinu en liðið hefur verið í fantaformi. Börsungar eru þó enn með góða forystu á toppnum en liðið er með 59 stig, sex stigum meira en Real Madrid í öðru sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert