Dagný Brynjarsdóttir fyrirliði West Ham kom liði sínu í framlengingu í dag þegar liðið mætti Aston Villa í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Dagný jafnaði metin í uppbótartíma, 1:1, en Villa hafði þá verið yfir frá því í byrjun síðari hálfleiks. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
Dagný skoraði þar úr fyrstu spyrnu West Ham en lið hennar mátti að lokum sætta sig við tap í bráðabana, 6:7, þar sem leikmönnum West Ham brást bogalistin tvisvar en Aston Villa einu sinni.