Meistararnir tóku spútnikliðið í kennslu

Bæjarar fagna marki Jamal Musiala.
Bæjarar fagna marki Jamal Musiala. AFP/Christof Stache

Þýskalandsmeistarar Bayern München fóru létt með spútniklið mótsins Union Berlín, 3:0, í þýsku 1. deild karla í fótbolta í München í dag. 

Kamerúnmaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting kom Bæjurum yfir á 31. mínútu leiksins, Níu mínútum síðar tvöfaldaði Frakkinn Kingsley Coman forystu Bayern. 

Allt leit út fyrir að Bæjarar færu með 2:0 forystu til búningsklefa en á lokamínútu fyrri hálfleiksins þrefaldi undrabarnið Jamal Musiala forystu Bæjara og gekk endanlega frá leiknum. 

Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum með 43 hvor, þremur frá Dortmund í toppsætinu. Með sigrinum kom Bayern sér fyrir ofan Dortmund á markatölu, og því aftur á toppinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert