Napólí með 18 stiga forskot

Victor Osimhen hefur verið óstöðvandi á leiktíðinni.
Victor Osimhen hefur verið óstöðvandi á leiktíðinni. AFP/Alberto Pizzoli

Napólí er með 18 stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Empoli í gær.

Adrian Ismajli kom Napólí yfir þegar hann skoraði sjálfsmark á 17. mínútu og ellefu mínútum síðar bætti Victor Osimhen við öðru marki.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Máro Rui, vinstri bakvörður Napólí, hafi fengið rautt spjald á 67. mínútu.

Napólí er með 65 stig, 18 stigum meira en Inter Mílanó, sem á leik til góða. Napólí á sigurinn vísan í deildinni, en liðið hefur ekki orðið meistari frá árinu 1990, þegar Diego Maradona var í aðalhlutverki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert