Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn og skoraði mark OH Leuven úr vítaspyrnu gegn Antwerp í jafntefli, 1:1, í belgísku A-deildinni í fótbolta í dag.
Leuven er í 11. sæti deildarinnar með 33 stig þegar sjö umferðum er ólokið fyrir skiptingu deildarinnar.
Nökkvi Þórisson var í byrjunarliði Beerschot en var skipt af velli á 58. mínútu í markalausu jafntefli gegn Anderlecht U23.
Beerschot hefur heldur betur fatast flugið eftir góða byrjun í belgísku B-deildinni og er liðið í 3. sæti efri deildarinnar með 39 stig, sjö stigum á eftir Molenbeek sem á einnig leik til góða. Fyrsta umferð eftir tvískiptingu hófst í dag.