Celtic skákaði Rangers í deildabikarnum

Celtic stóð uppi sem sigurvegari í skoska deildabikarnum.
Celtic stóð uppi sem sigurvegari í skoska deildabikarnum. AFP/Andy Buchanan

Erkifjendurnir Celtic og Rangers öttu kappi í úrslitaleik skoska deildabikarsins í knattspyrnu karla í gær þar Celtic stóð uppi sem sigurvegari. Japaninn Kyogo Furuhashi skoraði bæði mörk Celtic í 2:1-sigri.

Furuhashi kom Celtic yfir skömmu fyrir leikhlé eftir undirbúning landa síns Daizen Maeda.

Hann var svo aftur á ferðinni á 56. mínútu og það eftir undirbúning annars landa síns, Reo Hatate.

Skömmu síðar minnkaði kólumbíski sóknarmaðurinn Alfredo Morelos muninn fyrir Rangers en nær komst liðið ekki.

Celtic, sem er á toppi skosku deildarinnar með níu stiga forskot á Rangers, á því möguleika á því að vinna þrefalt í Skotlandi á tímabilinu þar sem liðið er einnig komið í 8-liða úrslita skosku bikarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert