Heimir skoraði beint úr aukaspyrnu (myndskeið)

Heimir Hallgrímsson skoraði beint úr aukaspyrnu.
Heimir Hallgrímsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Jamaíka í fótbolta og fyrrverandi þjálfari íslenska karlaliðsins, skoraði beint úr aukaspyrnu er hann tók þátt í góðgerðaleik í Jamaíka um helgina.

Heimir skoraði eina mark síns liðs í 1:0-tapi með neglu beint úr aukaspyrnu, í stöðunni 9:0.

Íslenski þjálfarinn tók við Jamaíka á síðasta ári og á hann að koma liðinu á lokamót HM 2026, en næstu leikir eru vináttuleikir gegn Trínidad og Tóbagó.

Mark Heimis má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en það kemur þegar 2:20 eru liðnar af myndskeiðinu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert