Lionel Scaloni, sem stýrði argentínska karlalandsliðinu í fótbolta til sigurs á HM í Katar, hefur framlengt samning sinn við argentínska sambandið til ársins 2026.
Scaloni tók við argentínska liðinu eftir HM í Rússlandi 2018 og fagnaði heimsmeistaratitlinum fjórum árum síðar, eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik fyrir áramót.
Þá varð Argentína einnig Suður-Ameríkumeistari árið 2021 undir stjórn Scalonis, en það var í fyrsta sinn frá árinu 1993 sem Argentína vann Suður-Ameríkumótið.