Lionel Messi var í kvöld valinn besti leikmaður ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.
Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin, en hann tók einnig við þeim árið 2019. Stærsta augnablik Argentínumannsins var heimsmeistaratitilinn sem hann fagnaði með þjóð sinni undir lok síðasta árs.
Messi hefur einnig spilað mjög vel með París SG í Frakklandi undanfarna mánuði og verið iðulega á skotskónum.
Ásamt Messi voru þeir Kylian Mbappé og Karim Benzema einnig tilnefndir.