Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur skorað jafnt og þétt fyrir OH Leuven í belgísku A-deildinni í vetur og hann gerði mark liðsins gegn Antwerpen í gær.
Markið skoraði Jón af vítapunktinum og það var hans sjötta mark í 24 leikjum í deildinni í vetur. Hnan er næstmarkahæsti leikmaður liðsins, á eftir spænska framherjanum Mario González sem hefur skorað 13 mörk og er fjórði markahæstur í deildinni.
Vítaspyrnu Jóns má sjá í myndskeiðinu:
🇮🇸🎯 | Jon Thorsteinsson
— OH Leuven (@OHLeuven) February 27, 2023
Staalhard en met volle overtuiging binnen getrapt! #ohleuven #OHLANT pic.twitter.com/aZJVlOSGCe