Alexia Putellas var í kvöld valin besti leikmaður ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Er þetta í annað sinn í röð sem Putellas er valin best.
Putellas, sem er 29 ára, hefur leikið gríðarlega vel með Barcelona að undanförnu og þá er hún lykilmaður í landsliði Spánar. Varð hún Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð og Evrópumeistari árið 2021.
Hún hefur ekkert leikið á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla, en skoraði 18 mörk í 26 leikjum í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð og fjögur mörk í sjö landsleikjum á síðasta ári.
Hin bandaríska Alex Morgan og Englendingurinn Beth Mead voru einnig tilnefndar.