Hakimi sakaður um nauðgun

Achraf Hakimi gæti verið í vandræðum.
Achraf Hakimi gæti verið í vandræðum. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Achraf Hakimi, knattspyrnumaður hjá París SG og landsliðsmaður Marokkó, hefur verið kærður fyrir nauðgun.

Franski miðilinn Le Parisien greinir frá og segir að meint fórnarlamb hafi dregið sína kæru til baka, en ákæruvaldið í kjölfarið kært leikmanninn, sem er 24 ára.

Hakimi og meint fórnarlamb hittust laugardagskvöldið 25. febrúar á heimili hans í París. Samkvæmt frásögn konunnar nauðgaði Hakimi henni, þegar hún neitaði honum um samfarir.

Henni tókst að sparka honum frá sér og senda vinkonu sinni skilaboð, sem síðan sótti hana. Hakimi, sem er giftur tveggja barna faðir, neitar öllum ásökunum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert