Ótrúlegt mark hjá einfættum manni (myndskeið)

Marcin Oleksy með viðurkenningu sína í gærkvöld.
Marcin Oleksy með viðurkenningu sína í gærkvöld. AFP/Franck Fife

Pólverjinn Marcin Oleksy fékk Puskás-verðlaunin hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, í gærkvöld, fyrir að hafa skorað fallegasta mark ársins 2022.

Það óvenjulega við Oleksy er að hann einfættur og spilar sem framherji með liði aflimaðra hjá Warta Poznan í heimalandi sínu. Hann var markvörður en hætti 23 ára gamall árið 2010 til að einbeita sér að öðrum verkefnum, en lenti í vinnuslysi síðar sama ár og missti annan fótinn.

En markið skoraði hann samt með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu og það má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert