Paul Pogba lék sinn fyrsta leik fyrir Juventus eftir að hann kom aftur til félagsins frá Manchester United síðasta sumar, er liðið vann 4:2-sigur á Tórínó í grannaslag í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.
Pogba hefur glímt við erfið meiðsli og verið frá keppni allt tímabilið vegna þeirra. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu í kvöld.
Yann Karamoh og Antonio Sanabria komu Tórínó yfir í tvígang í fyrri hálfleik, en Juan Cuadrado og Danilo svöruðu fyrir Juventus og var staðan í hálfleik 2:0.
Juventus var sterkara liðið í seinni hálfleik og þeir Bremer og Adrien Rabiot tryggðu liðinu tveggja marka sigur.
Juventus er í sjöunda sæti með 35 stig, en 15 stig voru tekin af liðinu fyrir hin ýmsu brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Tórínó er í tíunda sæti með 31 stig.