Cristiano Ronaldo hefur verið útnefndur leikmaður mánaðarins eftir fyrstu vikurnar sínar með liði Al Nassr í sádiarabíska fótboltanum.
Ronaldo hefur skorað átta mörk og lagt upp tvö til viðbótar í fyrstu fimm leikjum sínum með Al Nassr í deildinni. Liðið hefur skorað tólf mörk í þessum fimm leikjum, unnið þrjá þá síðustu, og er í efsta sæti deildarinnar eftir 18 umferðir með 43 stig, tveimur stigum á undan Al Ittihad.
Sjö marka Ronaldo hafa komið í síðustu þremur leikjunum en hann gerði öll mörk Al Nassr í sigri á Al Wehda, 4:0, og aftur öll mörkin í sigri á Damak, 3:0.