Sveindís lagði upp tvö og í undanúrslit

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp tvö mörk.
Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp tvö mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Wolfsburg tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í fótbolta með öruggum 4:0-útisigri á Köln í átta liða úrslitum.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og hún lagði upp tvö fyrstu mörk liðsins á 24. og 42. mínútu. Hún var tekin af velli á 77. mínútu.

Lagði Sveindís mörkin upp á Ewu Pajor og Svenju Huth. Marina Hegerin og Jule Brand komust einnig á blað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert