Tvö Íslendingalið í undanúrslitum

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bayern München er komið í undanúrslit þýska bikarsins í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Hoffenheim í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir Bayern í hjarta varnarinnar að vanda og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma. Cecilía Rán Rúnardóttir var allan tímann á bekknum.

Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar hjá Wolfsburg tryggðu sér fyrr í dag sæti í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert