Frakkinn Just Fontaine lést í morgun eins og fram hefur komið en hann á markamet heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem líklegt er til að standa um aldur og ævi.
Frakkinn skoraði 13 mörk í sex leikjum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og tryggði Frökkum bronsið með því að skora fjögur mörk í sigri á Vestur-Þýskalandi, 6:3, í leik um bronsið.
FIFA minntist Fontaine í dag með því að birta eftirfarandi syrpu af mörkum hans frá HM 1958:
Just Fontaine: A true footballing icon 🇫🇷
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) March 1, 2023
Celebrating the life of a legend and the owner of a record that may never be broken - 13 goals at a single #FIFAWorldCup.