Mourinho í tveggja leikja bann og greiðir sekt

José Mourinho.
José Mourinho. AFP/Filippo Monteforte

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir heiftúðug viðbrögð sín við því að fá beint rautt spjald í 1:2-tapi liðsins fyrir nýliðum Cremonese í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi.

Mourinho hefur verið vísað af velli með rautt spjald í þrígang á tímabilinu og var ekki alls kostar sáttur þegar hann fékk reisupassann frá Marco Piccinini í gærkvöldi.

Sakaði hann fjórða dómarann um óásættanlega hegðun í sinn garð, sem hafi skýrt viðbrögð sín.

Auk þess að tveggja leikja hliðarlínubann er Mourinho gert að greiða 10.000 evrur í sekt, rúmlega eina og hálfa milljón íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert