FC Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum danska bikarsins í fótbolta með 2:0-heimasigri á Velje í átta liða úrslitunum.
Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með FCK og hann lagði upp annað mark liðsins í uppbótartíma.
Ísak Bergmann Jóhannesson var allan tímann á varamannabekk Kaupmannahafnarliðsins.