Tvíburasynir Fletchers mættust í landsleik

Darren Fletcher var sigursæll hjá Manchester United.
Darren Fletcher var sigursæll hjá Manchester United. AFP

Tvíburasynir fyrrverandi knattspyrnumannsins Darrens Fletchers, sem lék stærstan hluta ferils síns með Manchester United, öttu kappi í landsleik um síðustu helgi.

Tvíburarnir Jack og Tyler eru 15 ára gamlir og báðir á mála hjá erkifjendum United í Manchester City. Darren starfar sem tæknistjóri hjá United.

Þeir bræður eru fæddir á Englandi en Darren er fyrrverandi landsliðsmaður Skotlands og móðir þeirra Bridie er frá Írlandi.

Í landsleik á milli U16-ára liða Englands og Skotlands á Kýpur mættust tvíburabræðurnir þar sem Jack lék með Englandi og Tyler með Skotlandi.

Upphaflega voru þeir báðir í skoska hópnum áður en Jack var kallaður inn í þann enska og ákvað að þekkjast boðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert