Tvíburasynir fyrrverandi knattspyrnumannsins Darrens Fletchers, sem lék stærstan hluta ferils síns með Manchester United, öttu kappi í landsleik um síðustu helgi.
Tvíburarnir Jack og Tyler eru 15 ára gamlir og báðir á mála hjá erkifjendum United í Manchester City. Darren starfar sem tæknistjóri hjá United.
Þeir bræður eru fæddir á Englandi en Darren er fyrrverandi landsliðsmaður Skotlands og móðir þeirra Bridie er frá Írlandi.
Í landsleik á milli U16-ára liða Englands og Skotlands á Kýpur mættust tvíburabræðurnir þar sem Jack lék með Englandi og Tyler með Skotlandi.
Upphaflega voru þeir báðir í skoska hópnum áður en Jack var kallaður inn í þann enska og ákvað að þekkjast boðið.