„Að fara á Bernabeu kemur mér alltaf til“

Xavi á blaðamannafundinum í gær.
Xavi á blaðamannafundinum í gær. AFP/Pau Barrena

Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur vakið athygli fyrir ummæli sín í aðdraganda fyrri leik liðsins gegn Real Madríd, El Clásico, í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld.

Leikur kvöldsins fer fram á heimavelli Real Madríd, Santiago Bernabeu í Madríd. Xavi er ansi spenntur fyrir því að fara þangað.

„Að fara á Santiago Bernabeu kemur mér alltaf til. Ég væri til í að spila, ég myndi elska það. Það er frábær tilfinning og þess vegna segi ég leikmönnum mínum að þeir þurfi að spila af hugrekki.

Við erum á góðum stað. Við höfum tækifæri til þess að vinna titil. Þetta er tækifæri til þess að bregðast við. Við munum fara út á völlinn til þess að vinna og sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert