Aron tapaði í toppslagnum

Aron Einar Gunnarsson leikur með Al-Arabi.
Aron Einar Gunnarsson leikur með Al-Arabi. AFP

Möguleikar Arons  Einars  Gunnarssonar og samherja hans í Al-Arabi á meistaratitlinum í fótboltanum í Katar minnkuðu talsvert í dag þegar þeir töpuðu, 3:1, fyrir Al-Duhail í uppgjöri tveggja efstu liðanna.

Al-Duhail var með eins stigs forystu fyrir leikinn og á jafnframt leik til góða á Al-Arabi, en er nú með 35 stig gegn 31 hjá Aroni og félögum. Al-Sadd er síðan með 25 stig í þriðja sætinu þegar liðin eiga eftir sjö til átta leiki á tímabilinu.

Aron lék allan leikinn í vörn Al-Arabi í dag en hann hefur spilað stöðu miðvarðar með liðinu á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert