Sætur sigur Barcelona í Madríd

Leikmenn Barcelona fagna sigrinum í leikslok í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna sigrinum í leikslok í kvöld. AFP/javier Soriano

Barcelona stendur vel að vígi í einvíginu við Real Madrid í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir að hafa unnið fyrri viðureign liðanna í Madríd í kvöld, 1:0.

Sjálfsmark skildi liðin að en Eder Militao sendi boltann í eigið mark á 26. mínútu leiksins. 

Bið er á því að liðin útkljái einvígið því síðari viðureignin á Camp Nou í Barcelona fer ekki fram fyrr en 5. apríl. 

Osasuna vann Athletic Bilbao í gærkvöld, 1:0, í fyrri leik hins undanúrslitaeinvígisins en liðin mætast aftur í Bilbao 4. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert