Viktor Helgi Benediktsson hefur fengið félagaskipti í færeyska knattspyrnufélagið Argja Bóltfélag, sem leikur í úrvalsdeildinni, Betri deildinni, þar í landi.
Á Íslandi var Viktor Helgi síðast á mála hjá ÍA, þar sem hann lék 12 leiki í næstefstu deild sumarið 2018.
Sumarið á undan lék hann 19 leiki og skoraði þrjú mörk í sömu deild með HK. Viktor Helgi, sem er 24 ára gamall, er alinn upp hjá FH.
Hann skipti til Stord í Noregi árið 2019 og hefur undanfarin ár leikið með liði Villanova-háskóla, Villanova Wildcats, í Bandaríkjunum en mun nú spreyta sig í Færeyjum.