FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, vill eigast Stade de France, þjóðarleikvang Frakka. Franska ríkið á völlinn sem stendur, en samningur ríkisins við rekstaraðila rennur út 1. júlí 2025.
L’Équipe greinir frá að FIFA hafi áhuga á að festa kaup á vellinum þegar samningurinn rennur út og bætir við að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé á bak við hugmyndina.
Miðilinn greinir frá að FIFA vilji eigast stóran völl, til að halda stóra viðburði. Gætu leikir á HM félagsliða m.a. verið leiknir á vellinum, sem rúmar 80.000 áhorfendur.
Stade de France er metinn á 600 milljónir evra og þá hefur franska ríkið eytt á milli 300 til 400 milljónum evra til að gera völlinn upp á síðustu árum.