Pjanic ekki með gegn Íslandi

Miralem Pjanic í leik með Barcelona árið 2020.
Miralem Pjanic í leik með Barcelona árið 2020. AFP

Landslið Bosníu og Hersegóvínu í knattspyrnu hefur orðið fyrir áfalli þar sem ein stærsta stjarna þess, Miralem Pjanic, er meiddur og getur því ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni 2024 í mánuðinum.

Ísland sækir Bosníu heim þann 23. mars næstkomandi þar sem leikið verður á Bilino Polje-vellinum í Zenica.

Pjanic, sem á 108 landsleiki að baki fyrir Bosníu, staðfesti í viðtali við bosníska miðilinn Avaz að hann verði ekki með þar sem það muni taka hann um fjórar vikur að jafna sig á meiðslum sem hann glími nú við.

Miðjumaðurinn öflugi, sem leikur nú með Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, missir einnig af leik gegn Slóvakíu þann 26. mars vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert