Inter Mílanó og Juventus gerðu í dag 1:1-jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í ítalska bikarnum í fótbolta. Leikið var í Mílanó.
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn með Juventus, en Anna Björk Kristjánsdóttir var allan tímann á bekknum hjá Inter-liðinu.
Seinni leikurinn fer fram í Tórínó á laugardag eftir viku og tryggir sigurvegarinn sér sæti í úrslitaleiknum.