Bayern München vann 2:1-útisigur á Stuttgart í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld og komst í leiðinni upp í toppsæti deildarinnar.
Matthijs de Ligt kom Bayern yfir á 39. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Eric Choupo-Moting, sem skrifaði undir nýjan samning við Bayern í vikunni, bætti við öðru markinu á 62. mínútu.
Juan Perera minnkaði muninn fyrir Stuttgart á 88. mínútu, en nær komust heimamenn ekki.
Bayern og Dortmund eru jöfn á toppnum með 49 stig, fimm stigum á undan Union Berlin í þriðja sæti.