París SG færðist nær því að verja franska meistaratitilinn í fótbolta með 4:2-heimasigri á Nantes í frönsku 1. deildinni í kvöld.
Lionel Messi kom PSG yfir á 12. mínútu og Jaouen Hadjam skoraði sjálfsmark fimm mínútum síðar.
Nantes svaraði með mörkum frá Ludovic Blas á 31. mínútu og Ignatius Ganago á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 2:2.
Danilo Pereira kom Parísarliðinu aftur yfir á 60. mínútu og Kylian Mbappé gulltryggði tveggja marka sigur í uppbótartíma.
PSG er í toppsætinu með 63 stig, ellefu stigum á undan Marseille, sem á leik til góða.