Framherjinn Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í sigri Lyngby á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sigurmarkið skoraði Alfreð með skalla á 64. mínútu eftir sendingu frá Kolbeini Finnssyni. Þeir tveir ásamt Sævari Atla Magnússyni byrjuðu allir leikinn fyrir Lyngby.
Þetta er aðeins annar sigur lærissveina Freys Alexanderssonar á tímabilinu en Lyngby er enn í neðsta sæti, nú með 12 stig.