Börsungar með tíu stiga forskot

Raphinha fagnar sigurmarki sínu ásamt Jules Koundé.
Raphinha fagnar sigurmarki sínu ásamt Jules Koundé. AFP/Josep Lago

Spænska stórveldið Barcelona vann nauman heimasigur á Valencia, 1:0, í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 

Sigurmark Börsunga setti Raphinha á 15. mínútu leiksins eftir sendingu frá Sergio Busquets, Á 59. mínútu fékk svo varnarmaðurinn Ronald Araujo rautt spjald og Barcelona var því manni færri síðasta hálftímann, sem varð þó ekki að sök og 1:0-sigur í höfn. 

Börsungar eru nú með 62 stig á toppi deildarinnar, tíu meira en Real Madrid sem á útileik gegn Real Betis í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert