Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn á vinstri kantinum í markalausu jafntefli Orlando City gegn FC Cincinnati í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í Orlando í nótt.
Þetta er annar leikur Dags í deildinni en hann kom inn á undir lokin í sigri Orlando, 1:0, á New York Red Bulls í fyrstu umferð.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í útitapi DC United, 0:2, gegn Columbus Crew í nótt.
Þorleifur Úlfarsson lék fyrstu 59. mínúturnar í slæmu útitapi Houston Dynamo, 0:3, gegn New England Revolution í nótt.
Eftir tvær umferðir er Orlando í 6. sæti Austurdeildarinnar með fjögur stig en DC United er í níunda með þrjú. Houston Dynamo er í botnsæti Vesturdeildarinnar án stiga.