Hildur Antonsdóttir, María Catharina Ólafsdóttir Gros og liðskonur í Fortuna Sittard unnu góðan endurkomusigur á Twente, 2:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Íslendingarnir spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sittard og á 64. mínútu fékk Hildur gult spjald. Caitlin Dijkstra, varnarmaður Twente, fékk dæmda á sig vítaspyrnu og var samstundis rekinn af velli á 23. mínútu.
Tveimur mínútum síðar brenndi Anna Knol af vítaspyrnunni og allt var enn jafnt. Þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik komst Twene í 1:0, þrátt fyrir að vera leikmanni færri.
Síðasta korterið lifnaði almennilega yfir Sittard-konum sem skoruðu á 75. mínútu og svo sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartíma, og þær unnu að lokum 2:1-sigur.
Sittard er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig.