Real Madrid missteig sig á útivelli gegn Real Betis í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 0:0.
Karim Benzema kom boltanum í mark Betis á 13. mínútu, en markið var dæmt af, þar sem dæmd var hendi á Antonio Rüdiger eftir skoðun í VAR.
Þrátt fyrir mikla sókn Madrídarliðsins, tókst því ekki að knýja fram sigurmarkið og skiptust liðin því á stigunum.
Barcelona er í toppsæti deildarinnar með 62 stig og Real í öðru með 53. Real Betis er í fimmta sæti með 41 stig.