Skagamaðurinn á skotskónum í risasigri

Hákon Arnar Haraldsson skoraði.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FC Kaupmannahöfn vann 7:0-risasigur á heimavelli gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hákon Arnar Haraldsson lék fyrstu 74 mínúturnar með FCK og skoraði fimmta mark liðsins á 56. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson leysti hann af hólmi, en tókst ekki að skora.

Aron Elís Þrándarson lék seinni hálfleikinn með OB, sem fékk tvö rauð spjöld í leiknum.

FCK er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, þremur stigum á eftir toppliði Nordsjælland.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert