Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg unnu dramatískan sigur á toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Nordsjælland, 2:1, í Silkeborg í dag.
Stefán byrjaði leikinn á miðju Silkeborgar en var tekinn af velli á 66. mínútu. Sigurmark Silkeborgar skoraði Daninn Lukas Engel á fjórðu mínútu uppbótartíma.
Silkeborg er nú í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig.