Blackpool fékk Burnley í heimsókn í ensku B-deildinni í knattspyrnu á laugardaginn, en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Stutt er á milli borganna og var því um nágrannaslag að ræða, en eins og oft gerist í slíkum leikjum á Englandi myndaðist hiti á milli stuðningsmanna liðanna.
Um tveimur tímum eftir leikslok var lögregla kölluð til að barnum The Manchester pub í Blackpool en þar hafði Tony Johnson, stuðningsmaður Blackpool frá barnæsku, hlotið alvarlega höfuðáverka eftir slagsmál.
Hann lést svo af sárum sínum á sjúkrahúsi en félagið sendi frá sér yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar segir m.a.:
„Hugur allra hjá félaginu er hjá fjölskyldu og vinum Tony Johnson“.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að 33 ára karlmaður hafi verið handtekinn á staðnum, grunaður um líkamsárás en að málið sé enn í rannsókn.
The Club will be offering an open book of condolence from 4pm in the Moretti Lounge today, with supporters also invited to lay flowers at the Mortensen Statue, giving everyone associated with the football club the chance to come together and remember a lifelong Seasider. https://t.co/p94j8sI9av
— Blackpool FC (@BlackpoolFC) March 6, 2023