Stuðningsmaður lést eftir slagsmál í Blackpool

Úr leik Blackpool og Southampton í enska bikarnum í lok …
Úr leik Blackpool og Southampton í enska bikarnum í lok janúar. AFP/Glyn Kirk

Blackpool fékk Burnley í heimsókn í ensku B-deildinni í knattspyrnu á laugardaginn, en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Stutt er á milli borganna og var því um nágrannaslag að ræða, en eins og oft gerist í slíkum leikjum á Englandi myndaðist hiti á milli stuðningsmanna liðanna.

Um tveimur tímum eftir leikslok var lögregla kölluð til að barnum The Manchester pub í Blackpool en þar hafði Tony Johnson, stuðningsmaður Blackpool frá barnæsku, hlotið alvarlega höfuðáverka eftir slagsmál.

Hann lést svo af sárum sínum á sjúkrahúsi en félagið sendi frá sér yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar segir m.a.:

„Hugur allra hjá félaginu er hjá fjölskyldu og vinum Tony Johnson“.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að 33 ára karlmaður hafi verið handtekinn á staðnum, grunaður um líkamsárás en að málið sé enn í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert